Friðarsúlan tendruð í 12. sinn | Reykjavíkurborg

Friðarsúlan tendruð í 12. sinn

miðvikudagur, 10. október 2018

Þrátt fyrir vætusamt veður voru um 2000 manns voru viðstödd tendrun Friðarsúlunnar í gærkvöldi. Him­inn­inn skartaði sínu feg­ursta þegar Friðarsúl­an í Viðey var tendruð í gærkvöldi í tólfta skipti. 

 • Himinninn skartaði sínu fegursta þegar Friðarsúlan í Viðey var tendruð í gærkvöldi í tólfta skipti.
  Himinninn skartaði sínu fegursta þegar Friðarsúlan í Viðey var tendruð í gærkvöldi í tólfta skipti.
 • Fjölskyldusmiðjur á vegum Listasafns Reykjavíkur í Naustinu
  Fjölskyldusmiðjur á vegum Listasafns Reykjavíkur í Naustinu
 • Tónlistarmaðurinn Högni Egils flutti tónlist fyrir gesti
  Tónlistarmaðurinn Högni Egils flutti tónlist fyrir gesti
 • Verkið er í formi „óskabrunns“ en á hann eru orðin „Hugsa sér frið“ grafin á 24 tungumálum.
  Verkið er í formi „óskabrunns“ en á hann eru orðin „Hugsa sér frið“ grafin á 24 tungumálum.
 • Boðið var uppá göngu um söguslóðir í Viðey á vegum Borgarsögusafns.
  Boðið var uppá göngu um söguslóðir í Viðey á vegum Borgarsögusafns.
 • Yoko Ono ávarpar gesti
  Yoko Ono ávarpar gesti
 • Dagur B. Eggertsson flytur ávarp
  Dagur B. Eggertsson flytur ávarp
 • Við tendr­un­ina söng kór­inn Graduale Nobili meðal ann­ars lag Lennons, Imag­ine, í út­setn­ingu Jóns Stef­áns­son­ar.
  Við tendr­un­ina söng kór­inn Graduale Nobili meðal ann­ars lag Lennons, Imag­ine, í út­setn­ingu Jóns Stef­áns­son­ar. Þor­vald­ur Örn Davíðsson er stjórn­andi kórs­ins.

Að mati verkefnastjóra Tendrunar Friðarsúlunnar Björgu Jónsdóttur gekk allt mjög vel og allir nokkuð glaðir meðað við vætusamt veður. Metfjöldi mætti á viðburðinn í samanburði við síðast liðinn ár eða um 1.772 manns.  

Boðið var upp á fríar bátsferðir út í eyjuna og frítt var í strætó. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri flutti ávarp við einstaka friðarstund. Súl­an er minn­is­varði um John Lennon og er þetta í tólfta skipti sem kveikt er á súl­unni á af­mæl­is­degi hans. Friðarsúlan, er í formi óskabrunns en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum en enska heitið er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon. 

Á hverju ári lýsir friðarsúlan frá 9. október (fæðingardegi Lennons) til 8. desember (dánardags hans). Einnig logar ljósið frá vetrarsólstöðum til nýársdags og eina viku að vori. Rafmagnið í súluna er framleitt úr jarðhita og kemur frá Hellisheiðarvirkjun.

Uppsetning friðarsúlunnar er samstarfsverkefni Yoko Ono, Reykjavíkurborgar, Listasafns Reykjavíkur og Orkuveitu Reykjavíkur.

„Ég vona að friðarsúlan muni lýsa upp heitar óskir um heimsfrið hvaðanæva að úr veröldinni og veita hvatningu, innblástur og samstöðu í heimi þar sem nú ríkir ótti og ringulreið. Sameinumst um að gera friðsæla veröld að veruleika.“
– Yoko Ono