Fréttabréf Félag heilbrigðis– og umhverfisfulltrúa

Heilbrigðiseftirlit

""

Fréttabréf FHU fyrir árið 2019 er komið út, uppfullt af fræðandi og gagnlegu efni, m.a. um birtingu niðurstaðna úr heilbrigðiseftirliti í Reykjavík.

Forsíðumynd á bæklingnum Náttúruborgin

Árný Sigurðardóttir framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur (HER) skrifar grein í blaðið um birtingu niðurstaðna úr heilbrigðiseftirliti í Reykjavík. Hún segir að stefnan hafi strax í byrjun verið sett á að birtingin skyldi vera aðgengileg og skiljanleg fyrir sem flesta, ekki síst almenning og eftirlitsskylda aðila sem eru mikilvægustu viðskiptavinir HER að því markmiði að skapa heilnæmt og öruggt umhverfi. Kerfið sem varð fyrir valinu er samsett af tjáknum, litum, tölum og skýringatexta.  Gefnar eru einkunnir úr þremur þáttum eftirlits eftir því sem við á; hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum.

Árný segir að reynslan af þessu hafi verið mjög góð. Fyrirtækin hafa séð sér hag í að gera úrbætur og bregðast fyrr við kröfum eftirlitsins, meira samtal hefur verið við fyrirtækin um hvernig þau standa sig og segja má að báðir aðilar hafa hag af birtingu niðurstaðna. Hér er slóð inn á heimasíðu HER þar sem hægt er að sjá birtingu niðurstaðna úr reglubundnu eftirliti með starfsleyfisskyldum fyrirtækjum.  

Skylda og lagastoð til að birta niðurstöður úr heilbrigðiseftirliti eru víða. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga í umboði heilbrigðisnefnda hafa ríka fræðslu- og leiðbeiningaskyldu auk frumkvæðisskyldu vegna mengandi losunar í umhverfið.  HER telur sig vera að bæta upplýsingar og gagnsæi verður birting úr reglubundu eftirliti 
hjá starfsleyfisskyldum fyrirtækjum á ofangreindan hátt að óbreyttu.

Meðal efnis í blaðinu er einnig: Könnun á upplýsingagjöf um ofnæmis- og óþolsvalda á veitingahúsum í Reykjavík. Leitin að Listería monocytogens í framleiðsluumhverfi matvælafyrirtækja. Ráðstefna um sundlaugar og spa í Marseille Frakklandi. Fræðsluferð heilbrigðisfulltrúa til Boston. Nám í opinberri stjórnsýslu. Matvælasvindl. Viðtöl við félagsmenn.

Hægt er að sjá fréttabréfið hér.

Hér er hægt að heyra viðtal við Árnýju Sigurðardóttur um eftirlit með leikvöllum