Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur | Reykjavíkurborg

Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur

laugardagur, 19. maí 2018

Velferðarsvið auglýsir eftir öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga til að stýra Barnavernd Reykjavíkur.

  • Börn á barnamenningarhátíð.
    Börn á barnamenningarhátíð.
  • Ungmenni sýna listir sínar á Lækjartorgi.
    Ungmenni sýna listir sínar á Lækjartorgi.
  • Börn spjalla saman á skólahátíð.
    Börn spjalla saman á skólahátíð.

Barnavernd Reykjavíkur ber ábyrgð á málum sem unnin eru á grundvelli barnaverndarlaga og starfar í umboði barnaverndarnefndar Reykjavíkur. Rekstur Barnaverndar heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Á velferðarsviði vinna 2500 starfsmenn á 100 starfseiningum. Hjá Barnavernd Reykjavíkur störfuðu að meðaltali 80 starfsmenn í 62 stöðugildum árið 2017.

Helstu verkefni framkvæmdastjóra:

• Stjórnunarleg og fjárhagsleg ábyrgð á starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur

• Ábyrgð á undirbúningi mála fyrir barnaverndarnefnd Reykjavíkur og eftirfylgni með framkvæmd

• Stefnumótun og umbótastarf í kjölfar úttektar á skipulagi barnaverndarstarfs í Reykjavík

• Samskipti og upplýsingagjöf til fjölmiðla, stofnana og almennings

Menntun og hæfniskröfur:

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er æskileg

• Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum

• Reynsla af stjórnun, breytingastjórnun og umbótastarfi

• Þekking á stjórnsýslu og skipulagi barnaverndarstarfs

• Hæfni og reynsla í miðlun upplýsinga

Launakjör heyrir undir kjaranefnd Reykjavíkurborgar og um ráðningarréttindi gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda hjá Reykjavíkurborg. Umsóknarfrestur er til og með 3. júní næstkomandi.

Auglýsing um starfið