Fræðið okkur, ekki hræða | Reykjavíkurborg

Fræðið okkur, ekki hræða

miðvikudagur, 7. mars 2018

Fróðir foreldrar eru með fræðslu í kvöld, 7. mars, klukkan átta undir yfirskriftinni Fræðið okkur, ekki hræða.

  • Það getur verið erfitt fyrir foreldra ungmenna að ná áttum.
    Það getur verið erfitt fyrir foreldra ungmenna að ná áttum.

Margrét Lilja Guðmundsdóttir frá Rannsóknum og greiningu heldur erindi sem heitir Hvað eru verndandi þættir og hvernig styrkjum við þá? Þorsteinn V. Einarsson deildarstjóri unglingastarfs í Tjörninni frístundamiðstöð fjallar um hvers konar forvörnum sinna félagsmiðstöðvarnar. Á eftir Þorsteini talar Guðrún Jack, rannsóknarlögreglukona um hver staða áhættuþátta í umhverfi barna í hverfinu eru. Funi Sigurðsson, forstöðumaður Stuðla, er með erindi um hvernig hægt er að breyta áhættuhegðun barna. Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastýra Samfok, fjallar um hvaða bjargir eru til fyrir foreldra til að standa saman.

Að lokum er örinnlegg um rafrettur og hvað hægt er að gera. Fundarstjóri er Áslaug Friðriksdóttir foreldri og borgarfulltrúi.