Fótboltaveislur víða um borgina

""

Á morgun, fimmtudaginn 14. júní, hefst HM-veislan með Opnunarleik Rússa á móti S-Arabíu. Það verður víða hægt að njóta þess að horfa á leikina á risaskjám í góðum félagsskap.

Allir leikir mótsins verða sýndir á HM-torginu við Ingólfstorg en þegar Íslendingar keppa verður einnig risaskjár í Hljómskálagarðinum. Ísland mætir Argentínu laugardaginn 16. júní klukkan 13.00, Nígeríumönnum föstudaginn 22. júní kl. 15.00 og Króötum þriðjudaginn 26. júní kl. 18.00. það er ómögulegt að spá um úrslit núna og hvort að leikir Íslendinga verða fleiri. Vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir hér heima á meðan á leikjunum stendur svo stemning skapist á HM torgi og i Hljómskálagarði.

Auk HM torgsins og Hljómskálagarðsins verða leikir mótsins einnig sýndir á BOX í Skeifunni, nýjum matarmarkaði. Vesturbærinn ætlar að slá upp risaskjá á flötinni austan megin við Vesturbæjarlaugina og mögulega hafa fleiri fótboltaáhugamenn boðið á leiki í sínum hverfum. Að lokum bjóða veitingastaðir um alla borg til HM-veislu.

Boltinn og bíllinn

Það ætti engum að leiðast yfir HM í fótbolta þetta árið en Reykjavíkurborg vill hvetja þá sem njóta leikanna á fjöldasamkomum til að skila bílinn eftir heima því oft geta bílastæði verið af skornum skammti og fúlt að spilla HM gleðinni með sekt fyrir að leggja ólöglega.

Þeir sem leggja leið sína á HM torgið eða Hljómskólagarðinn er bent á bílastæðahúsin í borginni og bílastæði í Vatnsmýrinni fyrir austan HÍ.