Forvarnir til framtíðar

Velferð

""

Velferðarráð Reykjavíkur heldur áfram að bjóða í velferðarkaffi á föstudögum í vetur en í kaffinu eru rædd málefni er varða þjónustu velferðarsviðs borgarinnar. Föstudaginn 27. september verður fjallað um forvarnir til framtíðar.

Fundurinn er að þessu sinni í samfélagshúsinu á Aflagranda 40

Dagskrá;

Kl. 8.15 Mæting og morgunkaffi
Kl. 8.30 Erindi um forvarnir halda

  • Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar
  • Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis
  • Ingibjörg Sigurþórsdóttir framkvæmdastjóri hjá Þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri og Bára Tómasdóttir formaður hjá Eitt líf

Kl. 9.30 Umræður og samantekt

Þetta er opinn fundur og öll velkomin!

Viðburður á Facebook