Forstöðumaður búsetukjarna tilnefndur til stjórnunarverðlauna

Velferð

""

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í níunda sinn þriðjudaginn 28. febrúar við hátíðlega athöfn að viðstöddum forseta Íslands.

Á meðal tilnefndra stjórnenda var Helgi Þór Gunnarsson, forstöðumaður hjá velferðarsviði. Hann er eini stjórnandinn frá Reykjavíkurborg, sem tilnefndur var í ár til stjórnunarverðlauna Stjórnvísi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar er stolt yfir tilnefningu Helga Þórs en hann er vel að henni kominn.

Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. 

Í ár unnu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi þau Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Reiknistofu bankanna í flokki yfirstjórnenda, Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR í flokki millistjórnenda og Jóhannes Ingi Kolbeinsson, stofnandi Kortaþjónustunnar í flokki frumkvöðla.