Foreldrar ánægðir með grunnskóla borgarinnar | Reykjavíkurborg

Foreldrar ánægðir með grunnskóla borgarinnar

miðvikudagur, 23. maí 2018

Viðhorfskönnun meðal foreldra grunnskólabarna í borginni sýnir að 8 af hverjum 10 foreldrum eru mjög eða frekar ánægðir með skóla barna sinna.

  • Heimanám með foreldri
    Heimanám með foreldri

Rúmlega 84% foreldra töldu að barninu þeirra liði vel í skólanum og 80,5% töldu að barnið þeirra tæki stöðugum framförum í skólastarfinu.

Hlutfall foreldra sem eru mjög eða frekar sammála því að vel sé tekið á einelti er um 65% en um 20% aðspurðra svara hvorki né sem getur endurspeglað að þeir hafi ekki persónulega reynslu af úrlausnum eineltismála og eigi því erfitt með að leggja mat á fullyrðinguna.  

Þessar niðurstöður eru sambærilegar við foreldrakönnun frá árinu 2016 en þá tóku færri skólar þátt í könnuninni. Hún skiptist niður í þrjá flokka; líðan barna í skólanum, nám og kennslu og stjórnun skólans, auk þess sem spurt er um heildaránægju með skólann. Könnunin var gerð í febrúar og var svarhlutfallið um 69%.