Foreldrafærni styrkir foreldra og börn | Reykjavíkurborg

Foreldrafærni styrkir foreldra og börn

miðvikudagur, 27. júní 2018

Innleiðing PMTO, foreldrafærni, hefur gengið vel hjá velferðarsviði borgarinnar og nýjar ritrýndar rannsóknarniðurstöður styðja það. Aðferðin, sem þróuð er í Bandaríkjunum, hefur verið aðlöguð að íslenskum aðstæðum í meðferðar og forvarnarskyni.

  • Myndin er tekin af börnum af Laufásborg í Hólavallarkirkjugarði.
    Myndin er tekin af börnum af Laufásborg í Hólavallarkirkjugarði og tengist efni fréttar ekki beint.
  • Börn frá leikskólanum Tjörn skoða nýja vaðlaug í Hljómskálagarði.
    Börn frá leikskólanum Tjörn skoða nýja vaðlaug í Hljómskálagarði og tengist efni fréttar ekki beint.

Rannsóknin, sem birtist nýlega í virta vísindaritinu Journal of Clinical Child & Adolecent Psycohology, sýna góða frammistöðu Íslendinga á sviði innleiðingar þessarar gagnreyndu aðferðar, sem miðar að því að styrkja færni foreldra í uppeldi barna á aldrinum 2-18 ára, með aðlögunarvanda, einkum hegðunarerfiðleika.

Þrír höfunda rannsóknarinnar eru Íslendingar, þau Margrét Sigmarsdóttir, Edda Vikar Guðmundsdóttir og Örnólfur Thorlacius.

Innleiðingu PMTO, foreldrafærni hjá Reykjavíkurborg lýkur árið 2020 og hafa þá foreldrar aðgengi að úrræðinu í öllum hverfum borgarinnar. Foreldrafærni hentar foreldrum barna á aldrinum 3-12 ára. Alls hafa um 1300 foreldrar notið þjónustunnar hjá Reykjavíkurborg á síðast liðnum árum. Þess má geta að á Íslandi eru flestir meðferðaraðilar miðað við íbúafjölda.

Á Íslandi, Danmörku og Hollandi styrkjast sérfræðingar í notkun aðferðarinnar því sýnt þykir að hún skili árangri. Foreldrafærninámskeið og aðstoð við foreldra og börn er í háum gæðaflokki og aðferðin er orðin hluti af sérfræðiþjónustu þessara þriggja landa.

Greinin, sem ber yfirheitið „Implementing an Evidence-Based Intervention for Children in Europe: Evaluating the Full-Transfer Approach“.