Fleiri tegundir af Nóa-Síríus súkkulaði innkallaðar

Heilbrigðiseftirlit

""

Nói Síríus innkallar fleiri tegundir og best fyrir dagsetningar af Síríus Rjómasúkkulaði og Síríus Suðusúkkulaði vegna þess að aðskotahlutur (plast) getur verið í súkkulaðinu.

Nói Síríus hefur ákveðið að útvíkka innköllun á Síríus Rjómasúkkulaði og Síríus Suðusúkkulaði þannig að hún nái til fleiri tegunda og best fyrir dagsetninga en þeirra sem tilgreindar voru í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu þann 10. janúar sl.  Möguleiki er á að plast hafi borist í súkkulaðið vegna bilunar í vélbúnaði.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vörurnar sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki

Síríus

Síríus

Síríus

Vöruheiti

Rjómasúkkulaði

Rjómasúkkulaði

Suðusúkkulaði

Strikanúmer

5690576570585

5690576570608

5690576560302

Nettómagn

3x100 g

150 g

300 g

Best fyrir

03.06.2021 04.06.2021

17.06.2021

30.05.2021

02.06.2021 03.06.2021 09.06.2021 10.06.2021 11.06.2021 12.06.2021

 

Vörumerki

Síríus

Síríus

Síríus

Vöruheiti

Suðusúkkulaði

Rjómasúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti

Strikanúmer

5690576560104

5690576570691

5690576560173

Nettómagn

200 g

150 g

200 g

Best fyrir

25.05.2021

17.06.2021

18.06.2021

26.05.2021

Framleiðandi

Nói Síríus, Hesthálsi 2-4, 110 Reykjavík.

Framleiðsluland

Ísland.

Dreifing

Verslanir um land allt.

Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjáanlegt neytendum þegar varan er opnuð.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vörurnar er bent á að neyta þeirra ekki og farga eða skila þeim í þeirri verslun þar sem þær voru keyptar eða hjá Nóa Síríusi.