Fleiri gámar fyrir gler í borginni

Umhverfi

""

Það er markmið borgarinnar að sífellt verði einfaldara fyrir borgarbúa að flokka allan úrgang.  Þessa dagana er verið að dreifa 15 gámum til söfnunar á gleri til viðbótar við þá 23 sem fyrir eru á grenndarstöðvum í borginni.

Samtals verður þá hægt að fara með gler á 38 grenndarstöðvar af þeim 57 sem eru víðs vegar um borgina.

Það sem af er þessu ári hafa 82 tonn af gleri safnast á grenndarstöðvunum eða 0,67 kg á hvern íbúa. Á síðasta ári var safnað 72 tonnum og er það aukning um 34% á milli ára.

Þetta sýnir að borgarbúar verða duglegri að flokka með hverju árinu sem líður og vitund fólks um umhverfismál eykst jafn og þétt.

Listi yfir staðsetningu nýju gámanna fyrir gler;

  1. Bústaðarvegur
  2. Stóragerði
  3. Eggertsgata
  4. Gnoðavogur
  5. Knarrarvogur
  6. Birtingakvísl
  7. Suðurfell/Unufell
  8. Nóatún
  9. Ferjubakki
  10. Rofabæ
  11. Hamrahlíð
  12. Einarsnes
  13. Eiðisgrandi
  14. Stekkjabakki
  15. Mjódd

Meira um endurvinnslustöðvar og skil á úrgangi.