Fleiri börn en áður hjóla í skólann

Samgöngur

""

Árlega er gerð könnuna á ferðavenjum Reykvíkinga, bæði hvað varðar börn og fullorðna. Það er gert til að kanna hvernig gengur að þokast nær markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar gerir reglulega könnun á ferðavenjum Reykvíkinga, annars vegar á tveggja ára fresti í samstarfi við Vegagerðina og hins vegar á eigin vegum þar sem spurt er tveggja spurninga: „Með hvaða hætti fór barnið þitt/börnin þín í grunnskólann síðast þegar það/þau sóttu skóla?“ og „Með hvaða hætti ferðast þú að jafnaði til vinnu eða skóla á morgnana?“ Þessar spurningar hafa verið lagðar fyrir árlega á haustmisseri 

Markmið Reykjavíkurborgar er að hlutdeild bílaumferðar á götum borgarinnar verði 58% árið 2030, almenningssamgangna 12% og gangandi og hjólandi 30% í samræmi við Aðalskipulags Reykjavíkur, stefnu borgarinnar um eflingu almenningssamgangna, hjólreiðaáætlun og loftslagsstefnu. Reykjavíkurborg vinnur að því að tryggja öruggar, skilvirkar, þægilegar og vistvænar samgöngur fyrir alla.

Flestir fara fótgangandi í skólann

Helstu fréttir að þessu sinni þegar spurt er „Með hvaða hætti fór barnið þitt/börnin þín í grunnskólann síðast þegar það/þau sóttu skóla?“ eru að meirihluti þeirra eða 57% fór fótgangandi í skólann. Hlutfall þeirra lækkaði frá árinu 2017 um 8 prósentstig á milli mælinga. En á móti kemur að  hlutfall barna sem  ferðaðist á hjóli þegar þau sóttu skóla síðast hækkaði um 7%.

Með hvaða hætti ferðast þú að jafnaði til vinnu eða skóla á morgnana?

Þegar spurt er „Með hvaða hætti ferðast þú að jafnaði til vinnu eða skóla á morgnana?“ kemur fram í svörum að meirihluti fólks eða 64% ferðast til og frá vinnu eða skóla á morgnanna á bíl sem bílstjóri en hlutfall þeirra lækkaði milli mælinga eða um 2 prósentustig. 7% aðspurðra fara með strætó, 14% ganga, 8% sem farþegar í bíl og 6% hjóla.

Nefna má einnig að hlutfall þeirra sem ganga til og frá vinnu jókst um 2% milli mælinga þótt það teljist ekki marktækur munur.

Niðurstöður sýna að marktækt fleiri karlar (en konur) eða 67% ferðast á bíl sem bílstjóri - en það gera 60% kvenna.

Út frá búsetu má sjá að hópur þeirra sem býr í Mið- og Vesturbæ ferðast hlutfallslega fæstir eða 44% til vinnu eða skóla á bíl sem bílstjóri enen sjá má í öðrum hverfum í Reykjavík.

Marktækt fleiri ferðast fótgangandi sem búa í Mið- og Vesturbæ eða 27% og þeir sem búa í Hlíðum, Laugardal og Háaleiti eða 16% en sjá má í öðrum hverfum í Reykjavík.

Þá má nefna að eldri hópar eru líklegri til að fara á bíl sem bílstjóri eða aðrir hópar og yngra fólk er líklegast til að vera farþegar í bíl miðað við aðra og þá má geta þess að fólk á aldrinum 35-44 ára er duglegast að fara hjólandi til og frá vinnu.

Þessi netkönnuna var gerð daganna 5.-24. október, 1476 voru í úrtakinu, 800 svöruðu eða 54,2%. Hún var framkvæmd af Gallup fyrir umhverfis- og skipulagssvið.

Tengill á könnun

Könnun á ferðavenjum og útivistarsvæðum