Fjórir umsækjendur um stöðu skólastjóra Selásskóla

Skóli og frístund

""

Fjórar konur sækja um stöðu skólastjóra Selásskóla.

það eru þær;

  • Íris Anna Steinarrsdóttir
  • Rósa Harðardóttir
  • Þórdís Sævarsdóttir
  • Anna Sólveig Árnadóttir

Umsóknarfrestur rann út 18. maí síðastliðinn.

Selásskóli er grunnskóli í Árbæ fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Kjörorð skólans er: Látum þúsund blóm blómstra og gildisáherslur hans eru: Ánægja-vellíðan, samvinna-samábyrgð. Skólinn leggur áherslu á lestur/læsi og upplýsingatækni. Ennfremur umhverfismennt með það að markmiði að nemendur skilji, þekki og virði umhverfi sitt og náttúru.

Heimasíða skólans