Fjölsótt málþing um félagsauð

Velferð Umhverfi

""

Málþing um félagsauð á hverfisgrunni var haldið í Gerðubergi miðvikudaginn 5. júní sl. Sjöfn Vilhelmsdóttir stjórnmálafræðingur og Jón Gunnar Bernburg prófessor í félagsfræði héldu fróðlega fyrirlestra um félagsauð. Salurinn var þétt setinn, en um 60 manns sóttu málþingið. Margt forvitnilegt kom fram í erindum þeirra Sjafnar og Jóns Gunars og áheyrendur urðu margs vísari um þá þýðingu sem félagsauður hefur fyrir samfélagið í Breiðholti, hvaða mælikvarðar eru mögulegir til að mæla félagsauð o.fl.

Eftir fyrirlestra og kaffihlé fóru fram líflegar pallborðsumræður þar sem þau Sjöfn og Jón Gunnar sátu fyrir svörum ásamt Degi B. Eggertssyni borgarfulltrúa og Óskari Dýrmundi Ólafssyni hverfisstjóra Breiðholts.

Sjá kynningu Sjafnar hér og kynningu Jóns Gunnars hér.