Fjölskyldan saman í brunnlokalist

""

Fyrir frumkvæði starfsmanna á frístundamiðstöðinnni Kringlumýri fór af stað verkefnið brunnlokalist en það gefur fólki kost á að skreyta brunnlok í Laugardal, Háaleiti og Bústöðum.

Verkefnið einskorðast við Laugardal og Háaleitis- og Bústaðahverfi svo leyfi fékkst hjá Reykjavíkurborg, Mílu/Símanum, Veitum og Orkuveitu Reykjavíkur fyrir því að mála og skreyta brunnlok borgarinnar til að lífga uppá umhverfið í sumar. það má mála öll brunnlok sem ekki eru á hjólastíg eða umferðargötu innan þessa svæðis.

Markmið verkefnisins er að styrkja félagstengsl og auka samverustundir fjölskyldna á skapandi hátt. Fjölskyldur geta sótt sérsniðin málningarsett sem eru í íþróttamiðstöðvum í ofantöldum hverfum. Það er hjá Þrótti í Laugardal, Fram í Háaleitishverfi og Víking í Bústaðahverfi. Þegar fólk hefur lokið við listaverkið skilar það málingarsettinu aftur á íþróttamiðstöðina.

Þeir sem eiga leið um Laugardal og Háaleiti og Bústaði ættu að kíkja eftir brunnlokalist.