Fjölmennt á grænum morgunfundi | Reykjavíkurborg

Fjölmennt á grænum morgunfundi

fimmtudagur, 29. nóvember 2018

Árlegur loftslagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar fór fram í Kaldalóni í Hörpu í dag. Áhersla var á nýsköpun í loftslagsmálum — með sérstakri áherslu á Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift fundarins var ,,Hugsum lengra — nýsköpun í loftslagsmálum".

 • Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra flutti ávarp á fundinum í morgun.
  Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra hlutti ávarp á fundinum í morgun.
 • Borgarstjóri fór yfir aðgerðir Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum.
  Borgarstjóri fór yfir aðgerðir Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum.
 • Erla Tryggvadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Festu, Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna og Dagur B
  Erla Tryggvadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Festu, Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, skrifuðu undir loftlagsyfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Festu.
 • Fjölmenni var á Loftlagsfundi í Kaldalóni í Hörpu í morgun.
  Fjölmenni var á Loftlagsfundi í Kaldalóni í Hörpu í morgun.
 • Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti
  Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti fjallaði um verkefnið Róið á repju hjá Skinney-Þinganes.
 • Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu hélt ávarp um mikilvægi nýsköpunar fyrir aðgerðir í loftslagsmálum
  Hrönn Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Festu hélt ávarp um mikilvægi nýsköpunar fyrir aðgerðir í loftslagsmálum
 • Klappir Grænar Lausnir hf fékk Loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu 2018
  Klappir Grænar Lausnir hf fékk Loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu 2018

Ávarp fluttu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Hrönn Ingólfsdóttir, formaður Festu um mikilvægi nýsköpunar fyrir aðgerðir í loftslagsmálum, Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs stjórnvalda um loftslagsmál og heimsmarkmiðin.

Eftir fræðandi erindi framsögumanna var fundurinn færður á samtalstorg þar sem fyrirtæki og stofnanir voru með stuttar kynningar á loftslagsverkefnum sínum— sem og þjónustuaðilar og félagasamtök kynna nýjungar sínar og áherslur.

Gunnlaugur Karlson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, og Rannveig Rist, forstjóri Rio tinto, skrifuðu undir loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar. 

Einnig var fjallað um verkefnið Róið á repju hjá Skinney-Þinganes. Sandra Rán Ásgrímsdóttir sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannviti og Jón Bernódusson hjá Samgöngustofu sögðu frá því. Skinney-Þinganes á og rekur eitt stærsta kúabú landsins, Flatey á Mýrum, en á ökrum Flateyjar er ræktuð repja sem er góð fyrir kýrnar, búið sjálft og útgerðina. Repjuverkefnið er unnið í samstarfi við Samgöngustofu og Mannvit en repjuolíu má nota sem íblöndunarefni á allar olíuvélar og krafturinn er sá sami og í jarðefnaolíu. 

Tilnefningar

Handhafar loftslagsviðurkenninga árið 2017 fluttu stutt erindi um hvaða áhrif viðurkenningarnar höfðu haft á þeirra starfsemi en það voru ISAVIA sem hlutu hvatningarviðurkenningu, loftslag.is sem hlutu fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu og loks HB Grandi sem hlaut loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar 2017.  

Klappir Grænar lausnir, hlutu loftslagsviðurkenning 2018

Á fundinum veitti Líf Magneudóttir formaður umhverfis- og heilbrigðisráðs loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar og þau hlaut að þessu sinni Klappir Grænar lausnir, nánar hér. Auk Klappa voru ÁTVR, Efla verkfræðistofa og IKEA tilnefnd til loftslagviðurkenningarinnar úr innsendum ábendingum.

Á markaðs- og samtalstorginu á eftir voru örkynningar frá fyrirtækjum og félagasamtökum. Einnig voru básar og kynningar frá ýmsum fyrirtækjum og þjónustuaðilum sem kynntu sjónarmið sín til loftslagsmála. 

Tengill á útsending https://www.facebook.com/Reykjavik/videos/322712758562311/