Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar 2018

Velferð Atvinnumál

""

Fjölmenningarþing Reykjavíkurborgar „Tölum saman“ verður haldið í fimmta sinn laugardaginn 17. nóvember, 2018. Þingið verður haldið frá 9.00- 16:00 í Ráðhúsi Reykjavíkur og er öllum opið, þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Markmiðið með þinginu er að stofna til samtals um málefni erlendra íbúa og stuðla þannig að bættri þjónustu Reykjavíkurborgar, en alls búa um það bil 18.000 innflytjendur í borginni. Undirbúningur og framkvæmd þingsins er í höndum mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar í samstarfi við Fjölmenningarráð Reykjavíkur. Við hvetjum alla sem hafa áhuga á því að taka þátt í þinginu. Fjölmenningarþing 2018 á Facebook.

Alls verða sex málstofur á þinginu þar sem rætt verður um málefni sem eru í brennidepli varðandi fjölmenningu. Fulltrúar hagsmunasamtaka koma að undirbúningi og taka þátt í málstofunum.

Málstofur á þinginu eru:
1.Fötluð börn af erlendum uppruna
2.Börn innflytjenda: uppeldi í nýju landi 
3.Unglingar af erlendum uppruna: félagsleg þátttaka og vellíðan
4.Starfsfólk Reykjavíkurborgar af erlendum uppruna: Samskipti á vinnustað
5.#Metoo hreyfing erlenda kvenna á Íslandi
6.Þátttaka fólks af erlendum uppruna í lýðræðissamfélaginu 

Dagskrá:

09:00 - 10:00 Skráning húsið opnar / Open house, registration

10:00 - 10:15 Setning, Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs setur Fjölmenningarþing 2018 / Official opening - Opening Chair of Human Rights and Democracy Council

10:15 - 10:30 Kynning á umræðuefnum Sabine Leskopf formaður Fjölmenningarráðs / Discussion topics - Chair of Multicultural Council

10:40 - 12:00 Málstofur/ Seminars part I

12:00 - 13:00 Hádegismatur / Lunch

13:00 - 14:30 Málstofur/ Seminars part II

14:40 - 15:00 Samantekt: Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður mannréttinda- og lýðræðisráðs/Sum up Chair of Human Rights and Democracy Council

15:00 - 15:30 Kaffi og kökur / Coffee and cakes

Niðurstöður þingsins verða nýttar sem hluti að aðgerðaráætlun vegna þátttöku borgarinnar í verkefninu Fjölmenningarborgir. (e. Intercultural Cities)

Skráning

Kynntu þér Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar