Fjölmenningarlegur mannauðsráðgjafi óskast | Reykjavíkurborg

Fjölmenningarlegur mannauðsráðgjafi óskast

miðvikudagur, 16. maí 2018

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskar eftir því að ráða mannauðsráðgjafa í tímabundið starf til að leiða frekari uppbyggingu og umbætur í vinnuumhverfi starfsfólks af erlendum uppruna.

  • Mynd tekin í fjölmenningargöngu 2017.
    Mynd tekin í fjölmenningargöngu 2017.

Ráðgjafinn yrði hluti af mannauðsteymi velferðarsviðs sem veitir ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda og starfsfólks sviðsins. Fólk af erlendum uppruna er sérstaklega hvatt til að sækja um starfið.

Í starfinu felst að vinna að úrbótum á starfsumhverfi og styrkja tengsl við starfsfólk af erlendum uppruna í samvinnu við stjórnendur og starfsmenn sviðsins. Ráðgjafi þarf að leiðbeina og upplýsa starfsmenn af erlendum uppruna um réttindi, starfsmannamál auk þess að auka fjölmenningarlæsi starfsmanna á velferðarsviði.

Æskilegt er að umsækjandi hafi háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun á sviði mannauðsmála er æskileg, þekking og reynsla af stöðu fólks af erlendum uppruna. Tungumálakunnátta skiptir máli og aðrir færniþættir sem fram koma í auglýsingu. Umsóknarfrestur er til og með 19. maí næstkomandi.