Fjölmenni á fyrsta fundi íbúaráða

Stjórnsýsla Mannréttindi

""

Það var þéttsetinn bekkurinn í Borgarstjórnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær á fræðslufundi fyrir nýja fulltrúa í íbúaráð Reykjavíkurborgar.

Um 100 manns mættu á þennan fyrsta fund íbúaráðanna, en hlutverk þeirra er að styrkja tenginguna inn í hverfin, og stytta boðleiðir milli íbúa og stjórnsýslu borgarinnar.  Með íbúaráðunum er stuðlað að bættri upplýsingagjöf beint til íbúa og möguleikar þeirra til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við kjörna fulltrúa auknir.

Sex fulltrúar sitja í hverju ráði, þrír eru skipaðir af borgarstjórn, einn frá íbúasamtökum og einn frá foreldrafélögum í hverfunum, auk þess sem einn fulltrúi er svo slembivalinn.  Íbúaráðin eru 9  og þjóna 10 hverfum borgarinnar.  Fullskipað er í ráðin að undanskildum slembivöldum fulltrúum.