Fjarfundi um mótun lýðræðisstefnu frestað

Mannréttindi

""

Fresta þarf stefnumótunarfundi vegna lýðræðisstefnu borgarinnar um óákveðinn tíma. Er það vegna þess neyðarástandsins sem skapast hefur í samfélaginu undanfarna daga vegna Covid-19.  

Við þessar aðstæður telur Reykjavíkurborg skynsamlegt að takmarka alla starfsemi og leggja áherslu á að ná stjórn á faraldrinum.

Mikill áhugi og skráning er á stefnumótunarfundinn og þetta verður án efa hörkufundur þegar af verður og vonir standa til að það verði á næstu vikum.

Þeir sem skráðu sig á fundinn fá tilkynningu um nýja dagsetningu þegar hún liggur fyrir. Þá gefst einnig kostur á að afskrá sig hafi fólk ekki tök á að taka þátt á nýrri dagsetningu.

Þangað til eruð þið öll til að setja inn tillögur og hugmyndir á opinn samráðsvef um lýðræðisstefnu borgarinnar