Finndu þinn kjörstað til að kjósa

Stjórnsýsla Mannréttindi

""

Íbúar í Reykjavík geta nú farið inn á sérstaka vefsíðu hér á reykjavik.is, slegið inn heimilisfang til að sjá hvar kjörstaður þeirra er til að kjósa í forsetakosningunum sem haldnar verða laugardaginn 27. júní. 

Vefsíðan er sérstaklega hönnuð til að fólk geti auðveldlega fundið hvar það á að kjósa. Slegið er inn heimilisfang og þá birtist réttur kjörstaður og gönguleiðin að honum á korti. 

Þetta smáforrit var unnið af gagnaþjónustu Reykjavíkur sem starfar innan þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar fyrir forsetakosningarnar 2020.

 

Finndu þinn kjörstað