Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?

Íþróttir og útivist Mannréttindi

""

Ráðstefnan “Eru íþróttir leikvangur ofbeldis?- vinnum gegn því” fer fram miðvikudaginn 30. janúar frá kl. 10:30 – 17:30 í Háskólanum í Reykjavík og er hluti af dagskrá Reykjavíkurleikanna í ár.

Erlendir og íslenskir fyrirlesarar munu deila reynslu sinni, sögum og fræðum. Bakgrunnur fyrirlesara er mjög fjölbreyttur allt frá fræðimönnum sem hafa rannsakað málefnið um árabil til  forsvarsmanna í íþróttahreyfingunni sem vinna að forvörnum og fræðslu og þolenda af báðum kynjum sem segja sína sögu.

Á ráðstefnunni verður einnig boðið upp á þrjár vinnustofur um málefnið en þær verða fimmtudaginn 31.janúar í íþróttamiðstöðinni í Laugardal frá kl. 10-12 þar sem áhersla verður á greiningu og viðbrögð, samvinnu að öruggara umhverfi og öflugri forvarnir.

Það eru Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Reykjavíkurborg, Ungmennafélag Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Háskólinn í Reykjavík sem standa að ráðstefnunni og málstofunum.

Dagskrá og nánari upplýsingar

Viðburðurinn á Facebook

miðasala er á tix.is.