Endurskipulagning og framtíðarskipan fyrir hverfisráð sent í umsagnarferli | Reykjavíkurborg

Endurskipulagning og framtíðarskipan fyrir hverfisráð sent í umsagnarferli

fimmtudagur, 15. nóvember 2018

Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að vísa tillögum um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð í umsagnarferli.

  • Hverfin í borginni
    Hverfin í borginni

Tillögurnar fara í umsagnarferli til fagráða, sviða og miðlægra skrifstofa.  Einnig er íbúum boðið að skila inn umsögnum um tillögurnar.

Umsögnum skal skila á netfangið hverfisrad2019@reykjavik.is til 30. nóvember n.k.

Nánar: Drög að skýrslu og tillögum stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð