Endurnýjun umferðarljósa á Hringbraut-Hofsvallagötu

Samgöngur

Arctic Images/Ragnar Th.
Umferðarljós.

Unnið verður við endurnýjun umferðarljósa á gatnamótum Hringbrautar og Hofsvallagötu aðfararnótt miðvikudagsins 7. desember. Umferðarljósin verða óvirk á meðan vinnan stendur yfir en áætlað er að slökkt verði á ljósunum frá miðnætti aðfararnótt miðvikudags til klukkan sex á miðvikudagsmorgun. Vinnan sem um ræðir er uppsetning ljóskerja og tenging í stýrikassa.

Lokað verður fyrir vinstribeygjur á Hringbraut en auk þess verða eingöngu hægribeygjur leyfðar úr Hofsvallagötu. Hjáleiðir verða annars vegar um hringtorg hjá Ánanaustum og hins vegar um hringtorg hjá Suðurgötu (Melatorg).

Búið er að upplýsa Vegagerðina, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og Strætó um framkvæmdirnar.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin kann að hafa í för með sér.