Endalausir þræðir 

Velferð

""

Endalausir þræðir er nýtt íslenskt sviðsverk sem verður frumsýnt fimmtudaginn 2. júlí klukkan tvö í félagsstarfi eldri borgara í Norðurbrún 1.

Þetta er leiksýning sem mun flakka á milli félagsmiðstöðva eldri borgara í sumar. Sýningin snýst um að heiðra frásagnarlistina og varðveislu minninga. Verkið er hugljúft ákall til allra kynslóða um að fagna lífinu, sögunum sínum og sögum annarra. Áminning um að hamingjan felist ekki í afrekum hvers og eins heldur tengslunum sem myndast þegar sögur eru sagðar og á þær er hlustað. 

Leiksýningingunni er ætlað að bæta menningarlíf eldri borgara á tímum COVID-19. Verkið er hugljúft ákall til allra kynslóða um að fagna lífinu og sögunum sem því fylgja. 

Sýningin er frumsamin af sviðslistahópnum Streng sem skipa fjórir nemendur á sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands.  

Allir aldurshópar eru velkomnir að sækja sýningarnar.

Nánari upplýsingar um sýninguna og sýningartíma