Einfalt að setja inn hugmynd

Betri hverfi Framkvæmdir

""

Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir og Ebba Kristín Yngvadóttir í Ungmennaráði Grafarvogs eru ánægðar með þann fjölda hugmynda sem kominn er inn á www.hverfidmitt.is fyrir Grafarvog.  Þær eru spenntar að bæta við sínum hugmyndum við og ánægðar með hve einfalt það er.  

Hugmyndasöfnun á hverfidmitt.is stendur yfir og hafa nú þegar yfir 200 hugmyndir skilað sér á vefinn. Áhersla er lögð á samráð við ýmsa hópa og samtök í borginni, bæði til að hvetja þá til að senda inn hugmyndir og bjóða þeim aðstoð. Heimsóknin til ungmennaráðsins er var hluti af þeirri vinnu. 

Hugmyndasöfnunin stendur til 20. mars. Í haust kjósa íbúar síðan um hvaða verkefni koma til framkvæmda. Kosningaaldurinn verður lækkaður þannig að þá munu þeir sem fæddir eru árið 2003 eða fyrr geta kosið. Það eru þeir sem eru í 9. bekk núna en verða í 10. bekk í haust. Miðað er við fæðingarár en ekki aldur.

Tengt efni: