#Ég líka og börnin | Reykjavíkurborg

#Ég líka og börnin

fimmtudagur, 8. mars 2018

Náum áttum fjallar á næsta morgunverðarfundi, miðvikudaginn 14. mars, um #metoo eða #églíka byltinguna og börnin.

  • Frá Druslugöngunni sl. sumar.
    Tekið í Druslugöngunni sl. sumar á Austurvelli eftir gönguna sjálfa.

Fundurinn er að venju haldinn á Grand hóteli við Sigtún og er frá klukkan 8.15  til 10 .

Framsöguerindi flytja;

Salvör Nordal fjallar um réttindi barna í ljósi #metoo umræðunnar.

Hafdís Inga Helgud. Hinriksdóttir, félagsráðgjafi og sálfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir reynslusögu "Ótti við útskúfun"

Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ fjallar um öryggi barna í ljósi #metoo

Fundarstjóri að að þessu sinni er Árni Einarsson, framkvæmdastjóri FRÆ, félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.

Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráningar eru á heimasíðunni www.naumattum.is. Þátttökugjald er 2.400 krónur en innifalið í því er morgunverður.

Auglýsing fyrir morgunverðarfundinn