Eðlilegt ástand á neysluvatni | Reykjavíkurborg

Eðlilegt ástand á neysluvatni

fimmtudagur, 18. janúar 2018

Niðurstöður vatnssýna úr borholum í Heiðmörk sýna góðar niðurstöður. 

  • Neysluvatn
    Neysluvatn

Staðfestar niðurstöður sýnatöku úr borholum Veitna á vatnstökusvæðinu í Heiðmörk koma vel út. Niðurstöðurnar sýna eðlilegt ástand á neysluvatni Reykvíkinga. Sýnin voru tekin þann 15. janúar en 2-3 daga tekur að greina þau.