Degi leikskólans er fagnað í dag

Skóli og frístund

""

Dagur leikskólans er í dag 6. febrúar 2018 og af því tilefni buðu börn og starfsfólk í leikskólanum Blásölum foreldrum að koma  í súpu og brauð í hádeginu og heyra  nýjustu fréttir af leikskólastarfinu. 

Í heimsókninni var spjallað óformlegu við foreldra um leikskólastarfið á meðan myndir úr því voru sýndar. 

Í umhverfisstarfi með Grænfánann er unnið að ýmsum verkefnum í Blásölum og um þessar mundir eru börnin að ræða hnattrænt jafnrétti.
Elstu börn leikskólans hafa verið að ræða um félagslegt jafnrétti í heiminum og þann mun sem börn búa við. Þau vildu leggja sitt af mörkum og var niðurstaðan sú að þau seldu foreldrunum súpu og brauð til styrktar Unicef (Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna) í dag.

Um þessar mundir er verið að búa til búninga fyrir Öskudaginn í Blásölum. Persónurnar sem börnin völdu að líkjast eru úr bók eftir  Sven Nordqvist og heitir Hænsnaþjófurinn. leikskólinn tekur þátt í samstarfsverkefni í Nordplus sem heitir „Word of storytelling“  og er markmið þess styðja við læsi og málþroska á fjölbreyttan hátt í leikskólastarfinu. 

 Auk þess sögðu börn og starfsfólk frá samstarfsverkefni leikskólans við Tónskóla Sigursveins en eitt verkefni sem nú er í gangi lýkur með því að allir þátttökuskólarnir syngja saman á Barnamenningarhátíð í Hörpu í apríl.

Það var því bæði fróðleg og skemmtileg stund sem börn og fullorðnir áttu saman með í hádeginu í dag!