Dagur gegn einelti

Skóli og frístund

""

8. nóvember er árlegur dagur gegn einelti. Í tilefni dagsins hafa verið gerð myndbönd og annað fræðsluefni fyrir börn og unglinga til að vinna með og ræða. 

Skóla- og frístundasvið hefur í samstarfi við Vöndu Sigurgeirsdóttur látið gera tvö stutt myndbönd til að kveikja umræður í skólum og frístundastarfinu um einelti. Einnig eru margvísleg verkefni og myndbönd til undir verkefninu Vinsamlegt samfélag. 

Myndband fyrir 10 ára og yngri (ca. 4-10 ára)

Myndband fyrir 11 ára og eldri (ca. 11-16 ára)

Dagur gegn einelti tengist 2. grein Barnasáttmálans um jafnræði og bann við mismunun. Börn eiga að njóta réttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra ogstöðu. Í 3. grein er svo fjallað um það sem er barninu fyrir bestu, að börn eiga að njóta verndar og umömmunar. 

Gátlisti vegna eineltis var unnin í viðtæku samstarfi foreldra og sérfræðinga frá skólum, frístundastarfi og þjónustumiðstöðvum, með það í huga að tryggja góð vinnubrögð og samræmi allra starfsstaða SFS óháð því hvaða aðferðir þeir styðjast við í vinnu sinni gegn einelti. Ég skora á alla starfsstaði að taka höndum saman um að nýta gátlistann.