Dagforeldrar læra um samskipti og staðalmyndir kynja | Reykjavíkurborg

Dagforeldrar læra um samskipti og staðalmyndir kynja

þriðjudagur, 20. mars 2018

Góð mæting var á árlegum námsskeiðsdegi dagforeldra í borginni. 

  • Dagforeldrar í Reykjavík á námskeiðsdegi
    Dagforeldrar í Reykjavík á námskeiðsdegi

Um 100 dagforeldra mættu á árlegan námskeiðsdag dagforeldra í Reykjavík sem haldinn var á Grand hóteli. Námskeiðsdagurinn er liður í starfsþróun  og símenntun og skilar sér í betra starfi með börnum og þjónustu við foreldra. 

Dagskráin var að vanda skipulögð í samstarfi við félög dagforeldra. Fyrirlesarar voru Sigurður Örn Magnússon frá Barnavernd Reykjavíkur, Arna Ólafsdóttir dagforeldri sem sagði frá reynslu sinni við að vinna eftri RIE-uppeldisaðferðinni, Sigrún Einarsdóttir kynnti könnunarleikinn og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnisstjórn Jafnréttisskólann flutti erindi sem hún nefndi Háværir strákar og sætar stelpur. Pálmar Ragnarsson lauk svo námskeiðsdeginum með hressilegu erindi um jákvæð samskipti í starfi með börnum.