Dælustöð í Kópavogi ekki á yfirfall | Reykjavíkurborg

Dælustöð í Kópavogi ekki á yfirfall

þriðjudagur, 26. júní 2018

Dælustöðin við Hafnarbraut fer ekki á yfirfall aðfararnótt fimmtudags 28. júní næstkomandi samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ. Það er því ekki hætta á skólpmengun í sjónum Nauthólsvíkurmegin í Fossvogi. Öllum aðilum sem málið varðar hefur verið gert viðvart.

  • Frá Nauthólsvík og Fossvogi. Mynd: Reykjavíkurborg.
    Frá Nauthólsvík og Fossvogi. Mynd: Reykjavíkurborg

Breyting hefur verið gerð á tilhögun viðhalds spennustöðvar Veitna ohf. við Kársnesbraut í Kópavogi þannig að ekki mun koma til þess að dælustöð fráveitu á Kársnesi fari á yfirfall í nótt.

Nú hefur verið ákveðið að útvega rafmagn með færanlegri varaaflstöð meðan á viðhaldi rafdreifikerfisins stendur. Truflun á rekstri dælustöðvarinnar verður því óveruleg. Skolpi verður því ekki veitt í sjó framan við dælustöðina. Öllum aðilum er málið varðar hefur verið gert viðvart.