Búningana í brúk!

Menning og listir

""

Búningana í brúk! er yfirskrift þjóðbúningasýningar sem opnuð verður í Árbæjarsafni á laugardag 9. júní klukkan tvö. Meðlimir Heimilisiðnaðarfélagsins settu upp sýninguna í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins.

Á opnunardegi sýningarinnar kl. 15 -17 munu félagsmenn í Heimilisiðnaðarfélaginu sýna gestum hvernig ýmiskonar handverk er unnið.

Til sýnis verða fjölbreyttar gerðir íslenskra þjóðbúninga. Sýningin er staðsett í safnhúsi sem nefnist Lækjargata og stendur hún til sunnudagsins 17. júní og er opin kl. 10-17 alla daga.

Knipl, baldýring, orkering! Heimilisiðnaðardagurinn á Árbæjarsafni

Sunnudaginn 10. júní verður hinn árlegi Handverksdagur Heimilisiðnaðarfélags Íslands á Árbæjarsafni. Dagurinn hefur notið mikilla vinsæla undanfarin ár, enda margt áhugavert og fallegt sem ber þar fyrir sjónir.

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins er að þessu sinni sérstök áhersla á handverk sem tengist íslensku þjóðbúningunum svo sem knipl, baldýring, orkering, útsaumur og fleira. Þjóðbúningasýningin Heimilisiðnaðarfélagsins BÚNINGANA Í BRÚK! er í Lækargötu og þar sitja konur prúðbúnar á íslenskum þjóðbúningum og sinna handverki.

Safnið er opið frá kl. 10 –17 en dagskráin hefst kl. 13 og lýkur kl. 16.
Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara og öryrkja.