Brúðubíllinn í Árbæjarsafni | Reykjavíkurborg

Brúðubíllinn í Árbæjarsafni

þriðjudagur, 5. júní 2018

Lilli og Brúðubílinn heimsækja Árbæjarsafn þriðjudaginn 5. júní kl. 14. Í júní er bíllinn stútfullur af sögum og söng.

  • Brúðubíllinn í árbæjarsafni.
    Brúðubíllinn í árbæjarsafni.
  • Brúðubíllinn í árbæjarsafni.
    Brúðubíllinn í árbæjarsafni.

Lilli hefur nú tekið sig til og valið uppáhaldslögin sín úr safni Brúðubílsins. Þar kennir margra grasa eins og t.d. Krummavísur, Oja,oja ahaha, Syngjandi hér, syngjandi þar, Öxar við ána og fleiri  lög sem allir krakkarnir kunna og geta sungið með. Dúskur sýnir listir sínar í göldrum og hjálpar til við hreinsa og pússa og kenna okkur að þekkja litina. Kleinuhringurinn syngur lagið sitt og Geitamamma mætir með öll sín kiðakið.

Eftir allan sönginn kemur varðhundurinn sem kunni ekki að gelta. Þar koma fram t.d. Haninn sem er sannkallaður monthani, Svarti-Svalur sprellikarl, tófan sem ætlar að fá sér smakk í hænsabúinu og varðhundurinn litli sem á eftir að koma okkur á óvart. Viðkomustaðir Brúðubílsins í sumar.

Eftir sýningu Brúðubíllsins er tilvalið fyrir yngstu kynslóðina að heimsækja sýninguna „Komdu að leika“ í einu safnhúsinu sem kallast Landakot en þar er mikill fjöldi leikfanga frá ýmsum tímum sem krökkunum er frjálst að leika sér með. Auk þess er fjölbreytt úrval af útileikföngum til staðar sem krökkum býðst að nota að vild, svo sem húla-hringir, snú-snú, kubb og stultur. Á gamaldags róluvelli verður hægt að leika í rólunum, vegasaltinu eða í sandkassanum.

Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi.

Ókeypis aðgangur á meðan sýningunni stendur.

Árbæjarsafn er opið daglega í sumar frá kl. 10:00 – 17:00.

Sjá viðburðadagskrá á www.borgarsogusafn.is.