Breyttar reglur samkomubanns 4. maí nk.

Covid-19 Stjórnsýsla

""

Frá og með 4. maí næstkomandi taka gildi nýjar reglur um fjölda- og nálægðartakmarkanir vegna Covid-19. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50 manns og því verður heimilt að hefja á ný ýmsa þjónustu. Reglur um tveggja metra fjarlægð haldast þó óbreyttar.

Opnað verður fyrir hefðbundið skólahald í leik- og grunnskólum, unnt verður að opna framhalds- og háskóla á ný með takmörkunum. Ýmis þjónusta mun hefja starfsemi á ný, s.s. hárgreiðslu- nudd- og snyrtistofur, tannlæknar geta tekið til starfa og söfn opna á ný fyrir viðskiptavinum sínum.

Móttaka Ráðhúss verður opnuð frá og með 4. maí nk. Ráðhúsið verður jafnframt opnað fyrir gestum  og gangandi en gestum verður  áfram óheimill aðgangur að skrifstofurými á annarri og þriðju hæð hússins.

Þjónustuver Höfðatorgi

Þjónustuver að Höfðatorgi er opið með hefðbundnu sniði. Þjónustuþegar eru þó áfram hvattir til að sækja aðstoð með rafrænum hætti ef mögulegt er.

Hægt er að hafa samband við þjónustuverið í gegnum síma, vefspjall og í gegnum tölvupóst.

Í gegnum Mínar síður á heimasíðu borgarinnar má finna allar rafrænar umsóknir borgarinnar svo og umsóknir á eyðublöðum.

Netspjall á reykjavik.is býður upp á beint samband við þjónustufulltrúa sem getur aðstoðað við allar fyrirspurnir sem þangað koma.

Nálgast má teikningar á teikningavef Reykjavíkurborgar og afgreiða erindi sem að því lúta. Ef óskað er eftir sérteikningum sem aðgengilegar eru í þjónustuveri má senda beiðni á netfangið upplysingar@reykjavik.is og óska eftir að fá viðeigandi teikningar sendar.

Netfang þjónustuvers: upplysingar@reykjavik.is

Sími: 4 11 11 11

Afgreiðslutími:

Opið alla virka daga kl. 8:20 - 16:15.