Breyting á banni við vinstri beygju inn á Reykjanesbraut til norðurs

Samgöngur

""

Tímasetningar breytast frá og með mánudeginum 15. október 2018.

Frá árinu 2010 hefur verið bannað að taka vinstri beygju frá Bústaðavegi norður Reykjanesbraut þegar bílaumferð er hvað mest. Bannið hefur gilt á virkum dögum frá kl. 7.45 til 9.30 og 15.30 til 18, nema á föstudögum þegar bannið hefur gilt frá 7.45 til 9.30 og frá 14.30 til 18. Tímasetningar munu breytast frá og með mánudeginum 15. október 2018 en þá verður óheimilt að taka vinstri beygju frá Bústaðavegi norður Reykjanesbraut mánudaga til föstudaga frá kl. 7.30 til 9.30 og 14.30 til 18. Ný umferðarmerki verði sett upp á næstu dögum og tilheyrandi breytingar gerðar á tímastillingum umferðarljósa.

Markmiðið með þessari breytingu er að gefa einfaldari skilaboð um tímasetningar og bregðast við því að hámarks bílaumferð varir nú lengur yfir daginn en þegar bannið tók fyrst gildi. Upplýsingum um þetta bann verður miðlað með ljósaskiltum sem verða með reglulegu millibili á Bústaðavegi og með umferðarmerkjum á gatnamótunum við Reykjanesbraut.