Brekkusprettur á Skólavörðustíg

Íþróttir og útivist Mannlíf

""

Hjólareiðakeppnin Brekkusprettur verður haldin á Skólavörðustíg nú á föstudag þann 1. febrúar kl. 19.00.  Ræst verður neðst á Skólavörðustíg og hjólað upp að Bergstaðarstræti á 70 metra langri braut. Val keppenda á hjólreiðafáki er frjálst. Keppnin er hluti af off venue dagskrá Reykjavíkurleikanna (Reykjavík International games – RIG).

Vegna keppninnar verða tímabundnar lokanir á Skólavörðustíg frá Týsgötu  að Laugavegi frá kl. 16 – 22.  Grindur verða settar upp beggja vegna við keppnisbraut til að afmarka hana og tryggja öryggi. Notuð verða uppblásin rásmark og endamark.

Arnór Barkarson talsmaður keppninnar segir að hún sé sérstaklega áhorfendavæn og að ávalt skapist skemmtileg stemming á Skólavörðustígnum þegar hún fer fram. Þá verður streymt frá viðburðinum á Youtube síðu Reykjavíkurleikanna. 

Skráningu í keppnina lýkur á miðnætti í kvöld. „Miðað við keppendafjölda undanfarin ár er áætlað að 1. umferði í kvennaflokki verði 16 manna úrslit og 32 manna úrslit í karlaflokki. Ef að fleiri skrá sig til leiks verður að keppa um sæti í 1. umferð,“ segir á vefsíðu Hjólreiðasambands Íslands.  

Nánari upplýsingar: