Breikkun Vesturlandsvegar

Samgöngur

""

Unnið er að undirbúningi framkvæmda vegna breikkunar á Vesturlandsvegi.  Athugasemdafrestur er til 19. september

Vegagerðin, í samráði við Reykjavíkurborg, hefur undanfarið unnið að undirbúningi vegna breikkunar Vesturlandsvegar á um 9 km kafla milli Varmhóla og vegamóta Hvalfjarðarvegar. Um er að ræða breikkun Vesturlandvegar í 2+1 veg ásamt gerð þriggja hringtorga, þ.e. við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað og í staðinn gerðir hliðarvegir ásamt reiðstígum og stígum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Drög að tillögu að matsáætlun fyrir ofangreinda framkvæmd hafa nú verið lögð fram til kynningar. Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir. Drögin má finna hér.

Athugasemdafrestur er frá 5. til 19. september 2019.

Athugasemdir skal merkja „Breikkun Vesturlandsvegar“ og senda með tölvupósti á netfangið jon.agust.jonsson@efla.is eða með bréfpósti á:

 EFLA Verkfræðistofa

 B.t. Jóns Ágústs Jónssonar

 Lyngháls 4

 110 Reykjavík