Breiðholtsskóli og Réttó áfram í Skrekk

Skóli og frístund Menning og listir

""

Síðasta undanúrslitakvöldið í Skrekk fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöld. Átta skólar kepptu um að komast á lokahátíðina á mánudag; Sæmundarskóli, Foldaskóli,Tjarnarskóli, Breiðholtsskóli, Ingunnarskóli, Kelduskóli, Vogaskóli og Réttarholtsskóli. 

Svo fóru leikar að fulltrúar Breiðholtsskóla og Réttó, alls á þriðja hundrað nemendur,  komust áfram með sín atriði. Nemendur í Breiðholtsskóla settu atriðið Af hverju ég?  á svið og nemendur í Réttó nefndu sitt atriði Ætliði að standa kyrr?  

Laugalækjarskóli og Seljaskóli munu einnig taka þátt í hæfileikahátíðinni á mánudag, en þeir voru valdir af dómnefnd í lokakeppnina. Sýnt verður beint á RÚV frá lokahátíð Skrekks mánudaginn 11.nóv. kl. 20.00 en þá munu nemendur úr átta grunnskólum í Reykjavík stíga á svið og sýna þjóðinni hvað í þeim býr.