Breiðholtsbraut lokað vegna framkvæmda | Reykjavíkurborg

Breiðholtsbraut lokað vegna framkvæmda

fimmtudagur, 19. júlí 2018

Breiðholtsbraut verður lokað tímabundið laugardaginn 21. júlí, en þá að steypa brúargólfið í nýrri göngubrú yfir brautina.

  • Breiðholtsbraut lokar tímabundið 21. júlí vegna framkvæmda við göngubrú milli Selja- og Fellahverfa.
    Myndin sýnir hjáleiðir á meðan Breiðholtsbraut lokar tímabundið laugardaginn 21. júlí vegna framkvæmda við göngubrú.

Laugardaginn 21. júlí kl. 7:30 hefst uppsteypa brúargólfs nýrrar göngubrúar yfir Breiðholtsbraut milli Seljahverfis og Fellahverfis. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki kl. 14:30 sama dag. Á meðan framkvæmdir standa yfir verður Breiðholtsbraut lokuð milli gatnamóta Seljaskóga og Jaðarsels ásamt því að aðgangur frá Norðurfelli verður lokaður. 

Vegfarendum er bent á hjáleið um Seljabraut og að fylgjast með vegmerkingum.