BOX - Skeifan opnaði með pompi og prakt | Reykjavíkurborg

BOX - Skeifan opnaði með pompi og prakt

föstudagur, 8. júní 2018

Nýja biðsvæðið í Skeifunni opnaði í gær og var vel tekið af gestum og gangandi sem tylltu sér á bekk, snæddu smárétti og gæddu sér á drykkjum. Reykjavíkurborg stendur fyrir þessu í sumar í samstarfi við Reykjavík street food og Reiti, „street food“ og „pop up“ markaðinn – BOX -Skeifunni.

 • Borgarstjóri og Ársæll í Skræðum.
  Borgarstjóri og Ársæll í Skræðum.
 • BOX- Skeifan
  BOX- Skeifan
 • Plastendurvinnslustöðin
  Plastendurvinnslustöðin
 • BOX- Skeifan og Mói
  BOX- Skeifan og Mói
 • BOX- Skeifan
  BOX- Skeifan
 • BOX- Skeifan
  BOX- Skeifan
 • BOX- Skeifan
  BOX- Skeifan
 • BOX- Skeifan
  BOX- Skeifan
 • Strætó í Skeifunni er setustofa.
  Strætó í Skeifunni er setustofa.
 • BOX í Skeifunni.
  BOX í Skeifunni.
 • Að búa sig undir leikinn í Skeifunni.
  Að búa sig undir leikinn í Skeifunni.

BOX – Skeifan opnaði í gær en á svæðinu er fjöldinn allur af söluaðilum sem bjóða upp á mat og drykk, einnig er á svæðinu risaskjár, tónlistaratriði og sprettiverslanir sem opna bráðlega. BOX -Skeifunni verður opin alla fimmtudaga til sunnudaga frá 7. júní – 29. júlí.

Þeir söluaðilar sem verða á svæðinu fyrstu helgina eru m.a. KO:Re, Jömm, Krúska, Magellan, Skræðuvagninn, Naustið, Indican, Flatbökubíllinn, Prikið, Vöffluvagninn og BOX – barinn.

Afgreiðslutími

 • Fimmtudagar 12 – 14.30, 17 – 21.30
 • Föstudagar     12 – 14.30, 17 – 21.30
 • Laugardagar   12 – 21.30
 • Sunnudagar    12 – 20.00

Tónlistardagskrá helgarinnar:

 • Föstudagur, 8. júní:                 18-20 Dj´s (TBC)
 • Laugardagur, 9. júní:               20-20.30  Aron Can
 • Sunnudagur 10. júní:              16-16.30  Jóipé x Króli

Hægt er að fylgjast með á síðu Reykjavík street food og Torg í biðstöðu á facebook.

Plastendurvinnslustöð

Á svæðinu er er nú hægt að endurvinna plast því heil Plastendurvinnslustöð hefur verið sett upp. Þar tekur Björn Steinar Blumenstein vöruhönnuður við plasti sem fellur til af svæðinu. Hann endurvinnur það í margskonar nýja hluti, m.a. símahulstur, skálar og bakka svo dæmi séu tekin. Fólk getur einn safnað heima hjá sér plasti í völdum litum og komið með í stöðina og fengið gripi.

BOX er viðamesta verkefnið á vegum Torgs í biðstöðu um þessar mundir en tilgangurinn er að vekja athygli á borgarrýmum sem hafa möguleika á að verða lífleg og skemmtileg fyrir fólk að dvelja á. Verkefnið er á vegum borgarhönnunar hjá Samgöngustjóra Reykjavíkurborgar.

Skeifan er miðsvæðis í borginni og Reykjavíkurborg hvetur alla sem geta að ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur á ferðum sínum um borgina.