Börnin í Blásölum söfnuðu fyrir UNICEF | Reykjavíkurborg

Börnin í Blásölum söfnuðu fyrir UNICEF

föstudagur, 13. apríl 2018

Elstu börnin í leikskólanum Blásölum afhentu í dag fulltrúa Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna afrakstur af söfnun fyrir fátæk börn. 

  • Fulltrúar UNICEF komu í Blásali og tóku við gjöf barnanna.
    Fulltrúar UNICEF komu í Blásali og tóku við gjöf barnanna.
  • Kort frá leikskólabörnunum sem fylgdi gjöfinni til Barnahjálparinnar.
    Kort frá leikskólabörnunum sem fylgdi gjöfinni til Barnahjálparinnar.
  • Það er gott að gefa - elstu leikskólabörnin með fulltrúum UNICEF.
    Það er gott að gefa - elstu leikskólabörnin með fulltrúum UNICEF.

Leikskólabörnin hafa í vetur verið að vinna með félagslegt réttlæti og er það þema í umhverfisfræðslu, en Blásalir er grænfánaskóli. Börnin hafa lesið ýmsar bækur sem tengjast þessu þema og rætt saman um hvað þau gætu gert til að bæta úr óréttlæti. Meðal annars hafa þau búið til súpu og selt til foreldra og safnað flöskum til að geta lagt sitt af mörkum til Barnahjálparinnar. Í dag komu svo fulltrúar UNICEF í leikskólann og tóku á móti peningagjöf barnanna og fengu í staðinn viðurkenningarskjal og fræðslu um hvernig framlagi þeirra verður varið.