Börn án fylgdarmanns - málþing

""

Í dag, 13. nóvember klukkan 13.00 hefst málþing um stöðu flóttabarna undir 18 ára aldri sem koma til landsins án forsjármanna sinna.

Hópur starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum sem fór til Gautaborgar til að kynna sér vinnu með börnum án fylgdarmanns. Í kjölfarið var ákveðið að efna til málþings um fylgdarlaus börn, stöðuna á Íslandi og aðkomu hinna ýmsu aðila í vinnu með þessum börnum.

 

Málþingið er haldið í Borgartúni 14 í Vindheimum á 7. hæð og hefst klukkan 13.00 og stendur til klukkan 16.00 og er öllum opið.

Dagskrá:

13:00-13:20    Barn án fylgdarmanns - Lilja Borg Viðarsdóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu

13:20–13:40    Alþjóðleg vernd og fylgdarlaus ungmenni - Lilja Rós Pálmadóttir og Þóra Björk Ágústsdóttir starfsmenn Útlendingastofnunar

13:40-14:00    Hlutverk Barnaverndarstofu - Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu

14:00-14:20    Vinna barnaverndanefnda - Hilmar Jón Stefánsson félagsráðgjafi hjá Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga og Jóhanna Jóhannesdóttir  félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur

14:20-14:40    Kaffi

14:40-15:00    Hlutverk Rauða kross Íslands - Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur hjá RKÍ

15:00-16:00    Tækifæri og áskoranir í þjónustu við fylgdarlaus börn á Íslandi - Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu