Börn án fylgdarmanns - málþing | Reykjavíkurborg

Börn án fylgdarmanns - málþing

mánudagur, 13. nóvember 2017

Í dag, 13. nóvember klukkan 13.00 hefst málþing um stöðu flóttabarna undir 18 ára aldri sem koma til landsins án forsjármanna sinna.

  • Borgartún 14
    Borgartún 14

Hópur starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum sem fór til Gautaborgar til að kynna sér vinnu með börnum án fylgdarmanns. Í kjölfarið var ákveðið að efna til málþings um fylgdarlaus börn, stöðuna á Íslandi og aðkomu hinna ýmsu aðila í vinnu með þessum börnum.

 

Málþingið er haldið í Borgartúni 14 í Vindheimum á 7. hæð og hefst klukkan 13.00 og stendur til klukkan 16.00 og er öllum opið.

Dagskrá:

13:00-13:20    Barn án fylgdarmanns - Lilja Borg Viðarsdóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu

13:20–13:40    Alþjóðleg vernd og fylgdarlaus ungmenni - Lilja Rós Pálmadóttir og Þóra Björk Ágústsdóttir starfsmenn Útlendingastofnunar

13:40-14:00    Hlutverk Barnaverndarstofu - Heiða Björg Pálmadóttir lögfræðingur Barnaverndarstofu

14:00-14:20    Vinna barnaverndanefnda - Hilmar Jón Stefánsson félagsráðgjafi hjá Fjölskyldu- og velferðarnefnd Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga og Jóhanna Jóhannesdóttir  félagsráðgjafi hjá Barnavernd Reykjavíkur

14:20-14:40    Kaffi

14:40-15:00    Hlutverk Rauða kross Íslands - Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur hjá RKÍ

15:00-16:00    Tækifæri og áskoranir í þjónustu við fylgdarlaus börn á Íslandi - Pallborðsumræður

Fundarstjóri: Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi, sérfræðingur hjá Velferðarráðuneytinu