Borgin býður íslenskunám á vinnutíma

Reykjavíkurborg.

Starfsfólk Reykjavíkurborgar er mjög fjölbreyttur hópur sem endurspeglar litríka flóru samfélagsins á Íslandi. Innflytjendur eru nú rúmlega 20% af íbúum í Reykjavík og fjölgar stöðugt. Reykjavíkurborg hefur þá stefnu að íslenskukennsla fyrir starfsfólk sé almennt í boði innan vinnustaða Reykjavíkurborgar og kennt er á vinnutíma.

Síðustu tvö ár hafa um 350 manns tekið þátt í íslenskukennslu og er lítið á námið sem langtímaverkefni sem nái almennt yfir tvö ár fyrir hvern og einn starfsmann. Það er um þriðjungur þeirra sem starfa hjá borginni og hefur erlent ríkisfang. Kennslan fer m.a. fram í skólum, í sundlaugum og á hjúkrunarheimilum.  Fjármögnun íslenskukennslunnar hefur gengið vel og er í góðu samstarfi mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar við fræðslusjóði stéttarfélaga og Rannís.

Samkvæmt 9.2 lið mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar vill borgin koma í veg fyrir hvers konar mismunun varðandi starfsaðstæður, starfsþróun og símenntun fólks af erlendum uppruna. Öll eiga að njóta jafnra tækifæra til starfsframa og starfsþróunar. Starfsfólki af erlendum uppruna er gefin kostur á starfstengdu íslenskunámi og fær það fræðslu um starfsáætlun og þjónustumarkmið vinnustaðarins.

Þannig er íslensku kennsla hluti af starfsþróun starfsfólks sem bæði eykur möguleika erlends starfsfólks að starfsframa og stuðla að inngildingu og fjölmenningu.