Borgarstjóri sendir samúðarskeyti til borgarstjóra New York

Mannlíf Mannréttindi

""

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, hefur sent Bill de Blasio, borgarstjóra New York samúðarskeyti vegna hinna vofveiflegu atburða sem áttu sér stað í borginni í nótt.

Kæri borgarstjóri,

Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað í New York í gær.

Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum New York og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessa miskunnarlausa ofbeldis. Borgir heimsins standa sameinaðar gegn slíkum hryðjuverkum.

Dagur B. Eggertsson

borgarstjórinn í Reykjavík

Skeytið er svohljóðandi á ensku:

Dear Mayor Blasio,

On behalf of the people of Reykjavik, I want to extend my warmest condolences in the wake of the atrocities that took place in New York yesterday.

Our hearts go out to all the victims of this despicable crime, to the people of New York and all those affected. We truly fail to understand the motives behind such ruthless violence. Cities of the world are all united against such acts of terror. 

Dagur B. Eggertsson

Mayor of Reykjavík