Borgarstjórar hittast í New York | Reykjavíkurborg

Borgarstjórar hittast í New York

þriðjudagur, 24. júlí 2018

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri situr þessa dagana ráðstefnu í New York (The Bloomberg Harvard City Leadership Initiative). 40 borgarstjórar hvaðanæva að úr heiminum sitja ráðstefnuna þar sem meðal annars er fjallað er um forystu, teymisvinnu, nýsköpun, íbúalýðræði og gagnavinnslu til að bæta ákvarðanatöku í stjórnsýslunni. 

  • 40 borgarstjórar hvaðanæva úr heiminum sitja ráðstefnuna Bloomberg Philanthopies í New York
    40 borgarstjórar hvaðanæva úr heiminum sitja ráðstefnuna Bloomberg Philanthopies í New York
  • Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
    Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
  • markmið ráðstefnunnar að efla borgarstjórum leiðtoga- og stjórnunarfærni sem nýtist þeim beint í starfi
    markmið ráðstefnunnar að efla borgarstjórum leiðtoga- og stjórnunarfærni sem nýtist þeim beint í starfi

Þetta er í annað skipti sem leiðtogaþjálfun að þessum togar er haldin fyrir borgarstjóra og aðra borgarleiðtoga. Vinnustofan er í heild til eins árs og að mestu kennd í fjarnámslotum við Harvard Business School og Harvard Kennedy School en það er góðgerðarstofnun Michael Bloomberg fyrrum borgarstjóra New York borgar sem stendur straum af kostnaði, þ.m.t. námskeiðsgjöldum, ferðum og gistingu. Auk borgarstjóranna er tveimur lykilstjórnendum frá hverri borg boðin þátttaka en markmið hennar er að efla með þátttakendum leiðtoga- og stjórnunarfærni og gefa þeim kost á að afla sér hagnýtrar þekkingar og tengsla sem nýtist þeim beint í starfi.

https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/bloomber_leidtogathjalfun.pdf