Borgarsögusafn opið en viðburðir falla niður - English below

Covid-19 Menning og listir

""

Borgarsögusafn heldur óbreyttum opnunartíma þrátt fyrir samkomubann en hverskonar viðburðir falla niður á meðan samkomubannið er í gildi.

Ekki verður boðið upp á leiðsögn á Árbæjarsafni og í Óðni og hætt verður að taka á móti skólahópum. Leikfangasýning Árbæjarsafns „Komdu að leika“ verður lokuð og einnig fjölskylduhornið á Landnámssýningunni.

Áfram verður lögð áhersla á aukin þrif og verða allir snertifletir sérstaklega hreinsaðir að lágmarki tvisvar á dag, svo sem handrið, posar, snertiskjáir og hurðarhúnar, auk þess sem leikföng og annað sem börn hafa handfjatlað er hreinsað sérstaklega. Þá eru aukin þrif um helgar gott aðgengi tryggt að handspritti, fyrir gesti og starfsmenn.

Sem fyrr verður allt kapp lagt á að taka vel á móti öllum gestum en jafnframt tryggt að fjöldi þeirra fari ekki yfir fjöldatakmarkanir.

--------------------

English version:

The City museums.

Reykjavík City Museum, the Library, and the Reykjavík Art Museum will be open at usual times despite this ban as the museums are only expecting few guests at a time and also because their premises allow for sufficient distance between guests. However, museum events will be cancelled or postponed as of Monday 16th March, while the ban is in effect. The Coast Guard Vessel Óðinn, which belongs to the Reykjavík Maritime Museum, will be closed due to limited space in the vessel.

There is no festival organized by the city over the next four weeks, but the status will be assessed for the Children's Culture Festival and other festivities as things develop.

The emphasis is on increased cleaning in all of the city's museums as well as access to sanitizers, for guests and staff. Touch surfaces, such as handrails, bags, touch screens and door handles, will be cleaned at least twice a day, as well as toys and other things.

As before, we welcome all guests and we hope they will enjoy their visit despite this difficult situation.