Borgarfulltrúar nýta áhorfendapallana

Covid-19 Stjórnsýsla

""

Borgarfulltrúar munu nýta sæti á áhorfendapöllum borgarstjórnarsalsins til að uppfylla fjarlægðartakmarkanir vegna sóttvarna á fundi borgarstjórnar á morgun.

 

Með vísan til ákvörðunar heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar verða áhorfendapallar borgarstjórnar nýttir fyrir borgarfulltrúa sjálfa svo unnt verði að uppfylla kröfur um a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga. Hluti borgarstjórnar mun því sitja uppi á pöllunum á borgarstjórnafundinum þriðjudaginn 17. mars. Fundurinn fer að öðru leyti fram samkvæmt venju og er streymt á vef Reykjavíkurborgar. Áhugasamir borgarbúar eru því beðnir um að fylgjast með fundinum í gegnum netið.

Fundurinn hefst á tilsettum tíma kl. 14.

Streymi er hér