Borgarbúar beðnir um að moka frá sorptunnum og gönguleiðum

Umhverfi

""

Sorphirða Reykjavíkur biður borgarbúa vinsamlegast um að moka frá sorptunnum og geymslum og tryggja greiða leið að þeim.

Starf sorphirðufólks er einkar erfitt viðureignar í veður aðstæðum eins og nú eru uppi og má gera ráð fyrir slæmu veðri og erfiðum aðstæðum næstu daga.

Til að sorphirða í borginni sé á áætlun er mikilvægt að hægt sé að komast tunnum til að losa þær. Ekki er nóg að moka frá bílum og útidyrum. Ef ekki er mokað frá getur þurft að sleppa því að tæma sorpílátin.

Hægt er að sjá losunardaga eftir hverfum í sorphirðudagatali á vef borgarinnar:

Sorphirðudagatal