Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018 | Reykjavíkurborg

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2018

laugardagur, 20. janúar 2018

Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2018.   

  • Lestur við styttuna af Tómasi Guðmundssyni við Reykjavíkurtjörn
    Lestur við styttuna af Tómasi Guðmundssyni við Reykjavíkurtjörn
  • Jónas Reynir handhafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar árið 2017 ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra
    Jónas Reynir handhafi Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar árið 2017 ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra

Verðlaun að upphæð 800 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit.

Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Úlfhildur Dagsdóttir formaður og Börkur Gunnarsson tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Þórarinn Eldjárn tilnefndur af Rithöfundasambandi Íslands.

Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhendingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi.

Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2018

Utanáskrift:  Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Ingu Maríu Leifsdóttur, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík.